OcEan of TiMe


Guestbook Time is relative

Powered by Blogger

 


   fimmtudagur, maí 15, 2003  
Gifting!

Jæja, hérna fór ég inn á Moggann eins og alla hina dagana að skoða fréttir og hvað nema Ólafur hefur bara tekið sig til og gift sig. Ég er hreinlega alveg orðlaus, vissi ekki að hann ætti þetta til í sér. Undarlegur heimur er þetta
   posted by S. at 6:11 f.h.  
Drifnir Dagar

Þessir síðustu dagar hafa verið með þeim undarlegustu. Það er eins og ég hafi verið í hreinsunareldinum en samt ekki, einhverstaðar í limbói milli helvítis og himinsins. Svo margir dagar, tvö ár síðan Douglas Adams dó (42), Endgame eftir Beckett á hraðferð með Brechtískum undirtónum í frystihúsi gegn kvótamálum á Íslandi, enskuritgerð fáránleikans, heimför, ritgerð um visku, skortur á svefni.... Ég er að verða sannfærðari að tíminn sé einungis hugtak til þess að gera alla brjálaða, hann virkar hreinlega aldrei eins og hann á að gera

the perfect moment is when you can take a period of two weeks and feel like it was just an afternoon

en já, klakinn nálgast óðfluga (óð fluga, smá stuldur frá vini mínum Eldjárn) og mér finnst eins og ég hafi ekki verið í burtu nema í nokkra mánuði en á sama tíma eins og það hafi verið fimm ár, limbóið er alstaðar, líka á flugi....
   posted by S. at 2:10 f.h.


   mánudagur, maí 12, 2003  
New York Times

Alveg einstaklega áhugaverð grein. Þess virði að skoða: Jayson Blair
   posted by S. at 4:12 f.h.


   laugardagur, maí 10, 2003  
Fíll á háhesti

Held að þetta sé ágætis myndlíking fyrir líf mitt þessa dagana...
   posted by S. at 6:53 f.h.


   föstudagur, maí 09, 2003  
Gult, gult, gult...

Allur heimurinn er að verða gulur, hægt og rólega. Það byrjar á fötum sem eru óvart lituð í þvotti og síðan tekur hann yfir allan heiminn, bíðiði bara....
   posted by S. at 8:05 f.h.


   fimmtudagur, maí 08, 2003  
Zurg

Hjálpi mér allir heilagir og jafnvel óheilagir. Ég er aljgörlega búin að fá ógeð á öllu sem heitir stærðfræði, og það ekki fyrir svo fáum árum. Komin með algjört blokk á þetta allt saman sem er mjög slæmt miðað við að ég verð að taka eitt ár í viðbót í þessu helvíti. Bleh, já þið hafið giskað rétt: Stærðfræðipróf á morgun. Er búin að læra alltof mikið fyrir þetta sem hefði verið hægt að nota miklu betur t.d. að berja hausnum í vegginn eða horfa á grasið vaxa. Og það sem pirrar mig mest er allar lygastundirnar sem ég hef haldið að ég myndi aldrei þurfa að núðlast í þessu aftur.... það eru svo mikil vonbrigði að taka upp bókina aftur, endalaus vonbrigiði.

En jæja prófin að byrja á morgun, ja fake prófin sem gilda eiginlega ekki neitt en við verðum samt að taka þau. Alvörulokaprófin ekki fyrr en á næsta ári. Mjög fyndið kerfi þetta IB, hhhmm er ekki alveg sátt við það. Ein ástæða er, eins og mjög auðvelt er að sjá, að stærðfræði er skyldufag. Önnur er að þetta fer svo NÁKVÆMLEGA eftir námskránni að það hálfa væri nóg, hún er bíblían eða kóraninn, algjörlega fáránlegt.

Það eina sem mun henda mér í gegnum þessi próf er hugsunin að ég verð komin heim á frónið eftir minna en þrjár vikur. Það er svo skrýtið að hugsa um það, mjög súrrealískt (hint harpa). Mér finnst vera svo stutt síðan ég kom til Hong Kong en samt svo langt síðan... bleh, og ekki var leikritið til þess að hjálpa, þó að ég geti ekki ímyndað mér árið án þess........ En svo mikið er á hreinu er að ég hlakka til að koma aftur á næstu önn þrátt fyrir að ég geti ekki beðið eftir að fara. Það er ótrúleg upplifun að vera hérna, en samt svo hrikalega erfitt.... það er einfaldlega svo mikið sem þarf að gerast allt í einu, á sama tíma og verður að vera skilað inn....

Allaveganna, verð að hætta þessu. Nenni ekki að læra meira í stærðfræði en ef að ég klára þetta helvíti get ég gert eitthvað annað eins og t.d. lesa Lolita, er að koma mér virkilega á óvart því að hún er fjandi fyndin. Átti ekki von á því.
   posted by S. at 1:10 f.h.


   laugardagur, maí 03, 2003  
og allir verða síðan að hlaða Knock on wood með amy stewart!!!! aaahhh sjaldgæfar gamlar góðar fs mynningar......
   posted by S. at 11:40 e.h.  
Hið falda Ísland

Alveg einstaklega skemmtileg síða sem ég rakst á um nöfn sem hafa verið hafnað á Íslandi. Á svona stundum er ég bara nokkuð sátt með mannanafnalögin á Íslandi.


Nöfn sem hafa verið hafnað eru t.d. Lúsífer fyrir strák og Satanía fyrir stelpu, endilega skoðiði. Hvað er svo sem að gömlum og góðum Íslenskum nöfnum? Já, þarna hef ég komið upp um sjálfan mig, ég er íhaldsöm þegar kemur að íslenskum nöfnum og nafnalögum... jæja, maður verður víst að hafa einhverja íhaldsemi í sér, hún er ekki alslæm hef aldrei sagt það...
   posted by S. at 11:38 e.h.  
Davíð Oddson, alltaf hógvær

Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef lesið í nokkurn tíma...... (Tekið af http://www.visir.is)

"Davíð gerði harða hríð að málflutningi stjórnarandstæðinga sinna í sjávarútvegs- og kvótamálum. Hann sagði að skoðanakannanir sem bentu til að 80% kjósenda væri á móti kvótakerfinu, væri álíka niðurstaða og spurt væri hvort fólk væri með eða á móti flensunni. Hins vegar sagði hann að fólk vissi oft ekki hvað kvótakerfið væri."

Jæja Davíð minn. Ef að kjósendur eru á móti skoðunum þínum þá kallarðu þá heimska, gott að vita að forsætisráðherrann hafi trú á samborgurum sínum.

"Davíð sagði að reynslan og sagan sýndu að skattar yrðu aldrei lækkaðir nema að Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd og því væri mikilvægt að hann kæmist til valda að loknum kosningum."

Aldrei er mjög stórt orð sem Davíð virðist ekki skilja en notar samt því að það segjir allt sem hann þarf ekki að útskýra.

"Vinstistjórn yrði ferlegt slys."

Ég tel þetta vera eitt af því besta sem ég hef lesið í þessari kosningarbaráttu. Hreinskilið, einfalt og beinskeitt svar sem sýnir svar á hvítu hvað Davíð er hræddur við allt það sem heitir vinstri flokkar....
   posted by S. at 6:38 f.h.


   föstudagur, maí 02, 2003  
"[Mythical thought] is imprisoned in the events and experiences which it never tires of ordering and re-ordering in its search to find a meaning." - Claude Lévi-Strauss, The Savage Mind
   posted by S. at 6:58 f.h.


Kundera Kitsch

For just a brief blinking segment of eternity I saw everything, then I hit a tree.