Held að það sé ekki heilbrigt fyrir mig að vera lengur hérna í Hong Kong. Ég kaupi hreinlega alltof mikið af þessu dópi sem kallast bíómyndir. Málið er bara að þær eru svo hryllilega, ótrúlega, yndislega ódýrar að það er bara ekki hægt að sleppa því. Kaupi hinar frábærustu bíómyndir á 150 krónur í Blockbuster, sem eru reyndar notaðar en það skiptir bara ekki neinu máli. Hef fundið allt frá Frankie and Johnny til Evil Dead 2: Dead by Dawn. Þetta er mergjað. Finn líka hinar ólíklegustu myndir og geri skemmtilegar uppgötvanir eins og t.d. House of Cards leikstýrt og skrifað að David Mamet, hans fyrsta leikstjórnarverkefni sem er alveg fjandi góð afþreying. Hérna er hægt að finna allt, allt, allt. VCD hlýtur að vera ein merkasta uppgötvun fyrir bíófíkilinn síðan vídeóið kom á markaðinn.
Frásagnarsnilld er nokkuð sem virðist gleymast í nútímasamfélagi. Það er mjög sorglegt þegar litið er á hvernig sögur og munnlegar frásagnir hafa breytt heiminum. Foreldrar lesa ekki einu sinni fyrir börnin sín í dag. Með bestu barnæskumynningum mínum er þegar foreldara mínir lásu fyrir mig, það er einn mikilvægasti hluturinn í barnæsku minni og mótaði mig í manneskjuna sem ég er í dag.
Ástæðan fyrir þessum skrifum er að ég fór á leiksýningu, ja ef að ég mætti kalla það þá væri það sögustund, sem heitir Happiness og er eftir (einnig sett fram) af konu sem heitir Laurie Anderson. Þetta voru tveir dásamlegir og töfrandi klukkutímar þar sem hún var á sviði með fiðlu, hljómborð, ýmsa hljóðgerfla og síðast en alls ekki síst sína eigin rödd. Henni tókst að dáleiða heilan sal með sögum af sjálfri sér, sínu lífi og hugmyndum sínum um heiminn. Oftar en ekki var ég með tárin í augunum því að ég gat alveg séð sjálfan mig í sumum aðstæðunum hennar og hún var hreinlega svo snilldargóður sögumaður. Ég vildi að þetta væri gert oftar, og sett á svið, stand-up-comedy er mjög ofmetið miðað við þetta. Ég vildi frekar hlusta á góða sögu heldur en góða grínsögu, það fer náttúrlega stundum eftir skapi, en sagan er oftast meira virði heldur en brandarinn það er staðreynd.
Tel mig hafa verið mjög heppin að deila þessum tveimur stundum með Laurie Anderson og hennar sögum. Var dregin inn í heim mismunandi radda, aðstæðna og hugsana sem allar koma saman til að mynda líf einnar manneskju og lífsýn hennar. Þessi mjög svo persónulega sýning var yndislegt frí frá sjónvarpinu, tölvunni og jafnvel samræðum við annað fólk. Stundum er ekkert betra heldur en að hlusta á góða sögu sagða af góðum sögumanni eins og henni. Fannst eins og tíminn hefði ekkert gildi lengur, hann hreinlega skipti ekki máli. Hefði getað setið þarna tímunum saman og drekkt mér í heimi hennar. Það sem er besta við þetta er að hver manneskja í heiminum hefur sögur eins og hún til að segja frá. Þetta er innblástur í sinni tærustu mynd.
Mér er nú farið að lítast aðeins betur á bíóblikuna síðustu árin. Mér er alveg sama hversu margar drepleiðinlegar, heilalausar spennumyndir eins og XXX eða táningarusl, t.d. Final Destination 2 (trúi ekki að þeir hafi gert nr. tvö, eins og nr. eitt hafi ekki verið nógu slæmt, hléið var skemmtilegast í þeirri bíóupplifun) eru gefnar út, bara á meðan söngva- og dansamyndirnar halda áfram innreið sína. Þetta er eins og eins og í draumi, síðustu tvö árin hef ég haft tækifæri til þess að horfa á söngvamyndir á stórum skjá. Og þvílíkar söngvamyndir, nenni ekki á þessari stundu að fara út í Moulin Rouge! (geri það síðar). Það sem ég vil tala um er Chicago. Ja, það er nú kannski einum of að myndin hafi fengið 13 óskarstilnefninar, það viðurkenni ég alveg (tek ekki mark á því vegna þess að gengið var framhjá Richard Gere, tala um það síðar í þessum monologue). En myndin er hrein og bein snilld, svo einfalt er það. Frábærir dansar (Jesus, Mary and Joseph hvað Catherine Zeta-Jones hækkaði í áliti hjá mér, uss) og það sem sannar það er að ég (sú sem er með enga samhæfingu wot so ever) fannst eins og ég gæti tekið Gene Kelly stökk upp næsta ljósastaur og fara í splitt á gangstéttinni (ái), brilliant klipping, nokkuð gott handrit (virkaði vel, hefði getað verið algjör hörmung) og leikararnir héldu augu áhorfendanna alveg pikkföstum á skjánum, sérstaklega Richard Gere.
En það sem stendur algjörlega upp úr þessari bíóferð, og þegar ég fer á hana aftur, eru lögin. Ég fattaði hreinlega ekki hversu góð þau væru fyrr en nokkrum dögum eftir að ég hafði séð hana þegar ég uppgötvaði að ég hafði verið að raula þau fyrir munni mér í marga daga, og er enn að. Þau eru virkilega ávanabindandi, það er reyndar svolítið hryllilegt að hafa rödd Richard Gere í höfðinu á mér í fleiri klukkutíma (ekki gott fyrir sálarheilsuna, að ég held). Öll lögin eru mergjuð. En þau eru nokkur sem standa upp úr og því er, að hluta til, myndinni að þakka því að þetta voru einnig bestu atriðin í myndinni. Bestu lögin voru 'We both reached for the gun' með Richard Gere, 'Cell block tango' með ýmsum og síðast en alls ekki síst 'When you are good to Mama' með Queen Latifah. Ég vil ekki spilla einu eða neinu, og ekki dirfast að fara og hlaða þessum lögum af netinu áður en að þið sjáið myndina. Ég hreinlega banna ykkur það því að það mun eyðileggja allt saman.... Ok, viljiði bara gera mér þann greiða og stökkva í bíó sem snöggvast til þess að ég þurfi ekki að skrifa enn meira um þessa mynd (geri það samt síðar, svaf bara í þrjá tíma í nótt, verð að fara leggja mig).
Já, ég er pirruð. Mjög pirruð. Ef að það er eitt sem ég þoli ekki þá er það óréttlæti, og það sem kemur næst á þeim lista eru lygar. Í dag varð ég fórnarlamb beggja, og það ver svo í mig að ég get varla komið andardrættinum út úr herptum líkamanum. Komst að því í dag að ég ætti að skila enskuritgerðinni minni á morgun, þegar ég hélt að hún væri á morgun. Kom í ljós að ég var ekki sú eina sem hélt þetta heldur var það allur hópurinn. Kennarinn hafði ekkert verið að segja fólki það en hann hafði tilkynnt að ritgerðinni ætti að vera skilað á föstudeginum, við vorum öll viss um það. Þannig að ég skrapp í smáheimsókn á skrifstofuna hans til þess að athuga með þetta. Það eina sem ég fékk var hortugheit og fýld. Þetta hjálpaði ekki skapinu. Þetta átti eftir að versna. Þegar ég spurði hvort að ritgerðinni ætti ekki að vera skilað á föstudaginn sagði hann: 'Það var alltaf áætlunin að það ætti að skila henni á fimmtudaginn.' Hann laug upp í opið geðið á mér, beint og óhindrað. Allir þeir nemendur sem ég hef talað við sögðu föstudagur. Þetta er svo týpískt: Kennarar sem nota vald sitt til þess að viðurkenna aldrei þegar þeim hefur orðið á mistök, þeir einungis hagræða sannleikanum til þess að hann passi við söguna. Og núna sit ég hérna, við tölvuna, þegar ég þarf að vera gera þúsund aðra hluti og skrifa ritgerð... eða reyni... Hinar fínustu taugar eru strengdar til fullnustu, býst við að þær slitni þá og þegar.
Ég sá eina af ógeðslegustu, hryllilegustu og hrottalegustu heimildamyndum sem ég hef nokkru sinni séð í gær, varð hreinlega að bíða í heilan dag til þess að andlega heilsan mín, það sem eftir er að henni, kæmist í nógu gott fyrra horf til þess að ég gæti tjáð mig um hana. Hún hét Hiroshima: A Mother's Prayer og var um kjarnorkusprenginuna í Hiroshima í seinni heimstyrjöldinni. Eyðileggingin var þvílik, mannslíf horfin á augnabliki, 1/3 af íbúum borgarinnar lík og enn fleiri þúsundir þegar líða tók á. Myndin var öll byggð upp á gömlum upptökum frá Hiroshima rétt eftir sprenginuna. Það er ekki hægt að lýsa hryllingnum sem ég sá, sumir löbbuðu hreinlega út því að þeir gátu ekki þolað þetta. Börn voru sýnd brunnin upp til agna, augu brunnu upp til agna, fætur, handleggir og aðrir líkamspartar í bútum, hálfdautt fólk liggjandi á skítugum gólfum að bíða eftir kvalarfullum og hægum dauðdaga sem ég myndi ekki óska heitasta óvini mínum. Það eru hreinlega ekki til orð. Þetta var eins og að sjá myndir frá útrýmingarbúðum Nasista í fyrsta skipti.
Þessi mynd mun aldrei fara úr mínum huga, hún er meitluð, brunnin, sprengd inn í höfuðið á mér. Tárin komu í augun á mér en ég neyddi mig til þess að horfa á þetta og hreinlega kvelja sjálfan mig til þess að taka við þessu öllu. Þvílík ofhlöðun. Ég fann blóðið renna úr andlitinu og allar tilfinningar urðu að vera deyfðar til þess að ég myndi ekki hreinlega bresta í óstrjórnanlegan grát við það að sjá munaðarlausu stúlkuna með horðalegustu geilsabruna sem ég hef séð hvísla 'mamma' á japönsku. Ég get varla hugsað um þetta núna...
Allt var þetta út af einni kjarnorkusprengju. EINNI! Þetta var kjarnorkusprengja sem framleidd var um 1945 og kjarnorkusprengjurnar í dag eru margfalt máttugri. Ég vil varla hugsa um það hvað myndi gerast ef að einni yrði sleppt. En ég verð að gera það. Staðreyndin er sú að heimurinn er fullur af þessum boðberum dauða og þjáninga. Það gerir mig svo óendarlega reiða. Hvað eru leiðtogar heimsins að hugsa. Ein rök eru: 'Þetta er hótunarvald.' Bíddu, ég er ekki að skilja. Eru allar hinar sprengjurnar og vopnin sem eru ekki byggð upp á kjarnorku nóg? Það er ekki hægt að réttlæta þessa tækni með neinu því að það mun alltaf enda á því að miljónir saklausra borgara munu deyja og ekki bara þau heldur afkomendur þeirra um langa framtíð. Sjáiði bara Chernobyl. Ég veit að þetta var ekki kjarnorkusprengja en þetta var kjanorkusprenging. Ekki var þetta fólk í stríði. Og hvað ef að hryðjuverkamenn ná sér í einungis eitt stykki? Hvað þá? Þeir þurfa bara eina til þess að valda stærstu hryðjuverkaáras í sögu mannskyns. Ég hef ekki einu sinni snert allan þann úrgang sem verður til af kjarnorkuframleiðslu. Við þurfum ekki á því að halda miðað við ástandið í náttúrunni í dag. Veröldin getur bara ekki höndlað þetta allt saman. Það er enginn lausn að henda því einhver staðar út í eyðimörk í Bandaríkjunu, eða hvað sem þeir nú í fjandanum gera við þetta.
Málið er að það er lausn. Sú lausn er að eyðileggja þessa fjanda hvern og einn út af fyrir sig þangað til að heimurinn er laus við þetta. Ekki segja að það sé ekki hægt, það hefur verið gert. Suður-Afríka hafði umráð yfir kjarnorkusprengum en ríkistjórnin ákvað að það væri ekki þess viðri að þaurfa að kljást við öll þau vandamál sem þeim fylgja þannig að sprengjurnar voru eyðilagðar. Þetta hefur verið gert og þarf að gerast til þess að gera heiminn að betri stað. Það er líka hreinlega fáránlegt að einungis SUMAR þjóðir meigi eiga kjarnorkuvopn en ekki önnur. Það er engin lausn, og býr einungis til fleiri vandamál sem mjög erfitt er að ráða við.
Hver sem les þetta. Viljið þið hugsa um þetta mál vel og vandlega. Það er þess virði, sérstaklega í sambandi við það sem er að gerast í Írak í dag. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að fara út í þau mál að svo stendur því að ég held að þetta sé alveg nógu stór tugga til þess að kyngja.
"A toast to the weapons of war, may they rust in peace." - Robert Orben
Vei. Þetta tók mig bara marga, marga daga. Loksins er komið kommetadótarí á þessa blessuðu síðu. Það verður að viðurkennast að ég er ekki gáfaðasta manneskjan á þessu sviði. Fjandinn, þar fór sá draumur fyrir eitt lítið og ómerkilegt blogg. Oh jæja, it was good while it lasted...
Alltaf þykir mér jafn erfitt að játa það fyrir fólki að ég horfi á þennan þátt. Átti í samræðum við Prufrock í gær þar sem við ræddum um hvað ég hefði misst af í þessari sápu allra sápna. Þegar ég komst af öllu því sem ég hef misst af var ekki mikil gleði í mínu hjarta. Þrátt fyrir að þessi þáttur sé á mörkum þess að vera alveg óhorfanlegur þá er það eitthvað við hann sem gerir það að virkum að ég varð háð (held að það sé einhver heilaþvottur í gangi í gegnum þáttinn, eins og með sígaretturnar, þarf bara að sanna það). Þessi eiginleiki þáttana læðist að manni eins og þjófur á nóttu og ég tók ekki eftir neinu fyrr en eitthvað rosalegt geriðst, man ekki einu sinni hvað það var, og ég fattaði að mér var bara alls ekki sama. Sorgarstund í mínu lífi. Karakterarnir eru bara svo frábærlega skemmtilegur s.s. Roger Thorpe, sem er í persónulegu uppáhaldi vegna ekta vondukallastæla. Síðan eru nátturulega skyldu atriði eins og 'týndi tvíburinn', 'konan í dái', framhjáhöld, peningar og allt heila klabbið. Held að ástæðan fyrir því að svo margir horfi á Guiding light er vegna þess að þetta er nokkurs konar hyperveruleiki þar sem allt getur gerst og allt mun gerast (ástæða fyrir því að ég þoli ekki nágranna, þvílík endalaus leiðindi).
Til þess að sýna fram á snilld þessara þátta vil ég gefa mér það bessaleifi að sýna smá úrdrátt frá heimasíðunni hérna fyrir neðan (vona að höfundurinn hafi ekkert á móti því):
At this time, Alan got involved with his secretary, Diane Ballard. Alan, little Phillip and Diane fled to Africa, leaving poor Elizabeth alone. That was it for the unhappy couple and Elizabeth soon got a divorce. Alan then won custody of Phillip. Phillip got sick and Elizabeth took Phillip to see Justin Marler who was a doctor. Justin then fell in love with Elizabeth but because of the stress, Elizabeth became addicted to drugs. Alan married Jackie Marler, without knowing that she was Phillip's real mother. Justin started investigating Phillip's medical history and found out that things didn't add up. Elizabeth and Alan fought custody of Phillip again and this time Elizabeth won, leaving Alan furious at her. Elizabeth then got married to Justin.
Ég held því fram að þetta sé skylduáhorf fyrir alla rithöfunda, leikara og alla þá sem vilja vinna með hverkyns sögur. Ekki einungis er þetta góður banki hugmynda heldur er þetta yndislegt dæmi um hvernig á ekki að skrifa handrit, og á sama tíma akkúrat það sem þar til þess að halda fólki við kassann. Þetta er allt í einum, stórum, kræsilegum kassa með slaufu.
Vil bara bæta við að fyrir undirbúining greinarinnar fór ég á netið og fann, að svo virðist vera, íslenska Guiding Light aðdáendasíðu sem ég ætla að hafa með:
http://www.isholf.is/addip
A cry, a fierce cry. I cry.
The locked up 'loon', the clothed animal.
Sold off, silenced, and remain
lost, from others and myself.
My red ball demon eyes fire up with fury.
Bellowing, cursing the hypocrite, my judge, my husband.
The bloated purple feet in the attic
scrape a message on the floor: Agony.
A wail, a desperate wail. My white vail.
Control is not in my hand,
it is a quivering knife,
intent for sweet, cold, revenge.
Deception demands refunds for time lost.
The prize, the wife, has not been claimed.
I am free, and yet bound to this chair
for I was misled, into his bed.
Þetta orð er með þeim merkustu sem upp hefur verið fundið á síðustu árum. Það er á toppi orðaforða míns ásamt orðinu shiskabob. Þessi tvö orð er hægt að nota vil öll tækifæri í hvernig samhengi sem einstaklingnum segjir þau dettur í hug. Þetta lyggur allt í áherslunni og líkamshreifingum. Nokkrar uppástungur:
Algjör, ömurleg þreyta - Hrynja verður í sófann með miklum látum og stynja 'flundur'
Ótrúleg undrun - Augun hálf út úr höfðinu, hendur í loft, horft undarndi á næstu manneskju og sagt með mikilli vantrú 'shiskabob'
Skilningsleysi, í þeim skilningi að þú skilur ekki neitt - Tóm augu, vonleysisleg skeifa á munni og hálf aumt 'flundur'
og svona getur þetta haldið áfram endalaust, einstaklega skemmtileg leið til þess að tjá sig á nýjan hátt. Þetta hefur virkað hingað til hjá mér, en það er skilyrði að vera með fólki sem skilur hvert í ósköpunum þú ert að fara...
Held að það sé eitthvert máltæki sem fer á þessa leið... allaveganna er þetta fullkomið til þess að lýsa lífinu mínu þessa stundina, hvort sem það er rétt eða ekki. Úff, þessu virðist aldrei ætla að ljúka... Haugar af vinnu, verkefnum og fundum alla daga inn og út. En ég kom mér í þessa klípu og ég kem mér út úr henni, einhvern veginn, bráðum, kannski...
Það er ekkert verra en að vakna á morgnana og ganga inn í raunveruleikann. Draumar eru besta leiðin til þess að sleppa frá raunveruleikanum. Betri en brennivín því að einstaklingurinn getur ekki ráðið yfir því sem hann dreymir og því eru draumar besta leiðin til þess að kynnast sinni innri manneskju. Eina vandamálið er að ég man aldrei mína drauma, hence vandamálin sem ég á við að finna sjálfa mig. Lífið gengur í hringi það er alveg víst. Stundum finnst mér ég vera föst í Waiting for Godot eftir Beckett. Allt gengur í endalausta hringi og engin lausn finnst á einu eða neinu. Það eina sem ég fæ út úr því er meiri ruglingur og vesen. Lífið er skuggi raunveruleikans, svo mikið er víst. ´
Svona á meðan ég er að tala um drauma þá mynntist ég alveg snilldarparti úr bók sem heitir Jörð í Afríku eftir Karen Blixen, og muniði eftir að sjá bíómyndina, tónlistin er mergjuð....
Jörð í Afríku bls. 82-
Það fólk, sem dreymir, þegar það sefur, kannast við sérkennilega ánægju, sem ekki tilheyrir
dagheiminum, algerlega hlutlausa hrifningu og fögnuði hjartans, sem er eins og hunang á tungu.
Hinn eiginlegi fögnuður draumsins er fólginn í þeirri tilfinningu um ótakmarkað frelsi, sem hann
hefur í för með sér. Það er ekki frelsi harðstjórans, sem neyðir heiminn til að láta að vilja
sínum, heldur frelsi listamannsins, sem á engan vilja sjálfur, sem er frjáls að vilja.
Hin sérstæða gleði draumamannsins er ekki fólgin í því, sem hann dreymir, heldur í því, að
í draumnum gerist allt án nokkurrar fyrirhafnar af hans hálfu og án þess að hann sjálfur geti
nokkru breytt. Stór héröð verða til af sjálfu sér, víðir sjóndeildarhringir opnast auðugir,
fagrir litir koma í ljós, vegir og hús, sem hann hefur aldrei séð eða heyrt um fyrr. Ókunnugt
fólk kemur og fer og er annaðhvort vinir eða óvinir, en sá, sem drauminn dreymir, hefur aldrei
gert þeim neitt, hvorki illt né gott. Hugsunin um flótta og eftirför ásækir menn aftur og aftur
í draumnum, og hvort tveggja er jafn unaðslegt. Allir í draumnum eru andríkir og fyndnir í tali.
Satt er það, að stundum þegar maður minnist draumanna á daginn, eru þeir bliknaðir og hafa
misst merkingu sína, af því að þeir tilheyra öðru sviði. En óðar og maður leggst til svefns
næstu nótt, er straumnum hleypt á og ágæti þeirra endurnýjað. Hvað svo sem gerist, finnur
draumamaðurinn frelsið umhverfis sig og í sér eins og ljós og létt loft, yfirjarðnesja hamingju.
Draumamaðurinn er hinn útvaldi, aðnjótandi stórrar náðar, sá sem á ekki nokkurn þátt í því, sem
fram fer, þó að allir hlutir, sem fram koma, hafi þann tilgang að auðga hann og gleðja
-- " Konungarnir frá Tarshish skulu færa gjafir". Hann tekur þátt í stórri orustu eða í veiði
eða dansleik og furðar sig jafnframt á því, að meðan á öllu þessu gengur, skuli hann mega njóta
þeirrar sérstöku ívilunar að liggja fyrir. En þegar maður fer að missa frelsistilfinninguna og
hugsunin um nauðsyn kemur í heim draumsis, þannig að einhver staðar í honum birtist krafan um
flýti eða áreynslu, þegar skrifa þarf bréf, ná lest, eða þegar maður þarf að reyna á sig til þess
að koma hestunum í draumnum á stökk eða byssunum til að hleypa af skotunum, þá eru draumarnir
á leið niður á við og eru að breytast í martröð, sem er slæm og ógöfug tegund drauma.
Það, sem í heimi vökunnar kemst næst draumi, er nótt í stórri borg, þar sem enginn
þekkir oss, eða næturnar í Afríku. Þar er einnig ótakmarkað frelsi. Þar gerast alltaf á næstu
grösum stórir atburðir, örlög eru ráðin allt í kring, það er mikið um að vera á alla vegu,
og þetta allt saman kemur okkur ekki skapaðan hlut við.
Jæja, það kom að því. Það hlaut að koma eitthvað sem myndi ýta mér inn á þessa braut, það vissi ég allan tímann. En það sem kemur mér sem mest á óvart er það sem gerði það: Stærðfræði. Ég fæ hroll af tilhugsuninni einni, hvað þá að skrifa þetta orð sem fundið var upp af sadistum og masókistum sem eru með hræðilega tendensa til stærðfræðiheimsins og heimsins eins og hann leggur sig. Er búin að þræla klukkutímum saman við að vinna að þessu drasli og ekki fengið neitt út úr því. Hvað í fjandanum á þetta eiginlega að meina. Mynninst hins fagurra dags þar sem allur heimurinn opnaðist eins og blóm: Ég hélt virkilega að ég þyrfti aldrei að koma nálægt þessum djöflatölum aftur. Mér skjátlaðist, en ég mynnist augnabliksins enn þann dag í dag og bíð í örvæntingu eftir að sá dagur renni upp aftur. Það er frekar langt í það, en sá dagur mun koma. Eins og vinkona mín hún Jóhanna sagði svo nettlega um árið: Minn dagur mun koma!